Stuðningshópur fyrir þolendur ofbeldis
Til að fá frekari upplýsingar um stuðningshópa er hægt að senda erindi á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is
Tímabil: Hópastarf í Bjarkarhlíð er á vorin og haustin
Tímasetning: Hópurinn hittist einu sinni í viku.
Heimilisfang: v/Bústaðarveg, 108 Reykjavík
Stuðningshópar Bjarkarhlíðar eru kynjaskiptir
Hefur þú orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi? Þarftu speglun, stuðning, staðfestingu eða ráð frá einstaklingum sem hafa gengið í gegnum svipaða lífsreynslu og þú?
Bjarkarhlíð er að fara af stað með stuðningshóp fyrir þolendur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Hópurinn mun hittast einu sinni í viku undir handleiðslu tveggja fagmenntaðra ráðgjafa, í tvo tíma, í alls 10 skipti. Aðgangur er gjaldfrjáls.
Hver hóptími er tvískiptur og samanstendur af fræðslu og samtali. Tjáning er á eigin forsendum og engin pressa á að þátttakendur tjái sig.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig því aðeins er pláss fyrir 10 einstaklinga í hvern hóp. Þátttakendur heita trúnaði og skuldbinda sig til að mæta í alla tímana. Ráðgjafi mun hafa samband við þá sem skrá sig til að staðfesta þátttöku.