Search
Close this search box.

Starfsfólk

Í Bjarkarhlíð er veitt ráðgjöf og stuðningur. Meðal þeirra sem koma að þjónustu við þolendur eru:

Jenný er teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Hún er með viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ,  M.A. í kynjafræði með áherslu á ofbeldi í nánum samböndum frá HÍ og B.A. í mannfræði frá HÍ.

Jenný hefur langa reynslu af því að starfa með þolendum ofbeldis. Starfaði hún um árabil sem ráðgjafi hjá Samtökum um Kvennaathvarf. Jenný hefur stundað rannsókir ásamt því að taka þátt í að móta nýjar áherslur í stjórnsýslunni til að koma betur og markvissara til móts við þarfir þolanda ofbeldis. Jenný hefur mikla reynslu á að styðja við þolendur ofbeldis í þverfaglegu samstarfi við aðrar stofnanir og kerfi og leggur áherslu á að mæta brotaþolum ofbeldis á þeirra forsendum og þar með senda skilaboð um að ofbeldi er ekki liðið í samfélaginu.

jenny

JENNÝ KRISTÍN VALBERG
Teymisstjóri
jenny@bjarkarhlid.is

Karen er ráðgjafi í Bjarkarhlíð. Hún er með BA og MA gráðu í félagsráðgjöf og starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Karen stundaði nám við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Karen hefur langa reynslu með að vinna með fólki og einkum í umönnunarhlutverki. Hún er mentor í Þjónandi leiðsögn.

Karen hefur tileinkað sér áfallamiðaða nálgun í vinnu sinni með þolendur ofbeldis. Hún leggur áherslu á að vinna með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum og jafnframt koma þeim skilaboðum til samfélagsins að ofbeldi sé aldrei liðið..

karen

KAREN BIRNA V. ÓMARSDÓTTIR
Ráðgjafi
karen@bjarkarhlid.is

Svava er ráðgjafi í Bjarkarhlíð. Hún er með BS gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þá stundar hún jafnframt meistaranám í heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi við Háskólann á Akureyri og er með Diplómugráðu úr því námi. Svava hefur margra ára reynslu af starfi með börnum og unglingum með fjölþættan vanda og ýmis hegðunarfrávik.

Svava hefur að leiðarljósi áfallamiðaða nálgun í starfi sínu með þolendum ofbeldis. Hún leggur ríka áherslu á að mæta þolendum þar sem þeir eru staddir og mæta þeim með stuðningi og samkennd. Þar með eru send skilaboð þess efnis að ofbeldi sé ekki undir neinum kringumstæðum liðið.

svava

SVAVA GUÐRÚN HELGADÓTTIR
Ráðgjafi
svava@bjarkarhlid.is

Hafdís er ráðgjafi í Bjarkarhlíð. Hún er með BA gráðu auk starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og þess að hafa lokið viðbótardiplomu í opinberri stjórnsýslu, Barnavernd og Farsæld barna.

Hafdís hefur mikla reynslu að vinnu með einstaklingum og fjölskyldum á vettvangi velferðarmála eins og félagsþjónustu, Barnavernd og einnig í Kvennathvarfinu. Hefur unnið með þolendum ofbeldis og veitt þeim stuðning meðal annars vegna samskipta við aðrar stofnanir og kerfi. Hafdís hefur að leiðarljósi áfallamiðaða nálgun og leggur áhersla á að mæta brotaþolum ofbeldis á þeirra forsendum og þar með senda skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið í samfélaginu.

_MG_7448

HAFDÍS G. GÍSLADÓTTIR
Ráðgjafi
hafdis@bjarkarhlid.is

Erla Dögg hefur langa reynslu sem lögreglumaður og hefur undanfarin 10 ár starfað við rannsóknir og stjórnun lögreglurannsókna. Hún lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2008 en áður hafði hún lokið búfræðinámi frá LBHÍ og starfað sem bóndi í áratug.

Erla Dögg starfaði við rannsóknir kynferðisbrota um langt skeið og hefur því góða reynslu og innsæi á nálgun lögreglu á því sviði. Erla Dögg starfaði síðan í mansals- og vændisteymi lögreglu og stýrði þeirri einingu árin 2018-2019. Samhliða því var hún aðaltengiliður Íslands við Europol í mansalsmálum. Auk starfa sinna í Bjarkarhlíð stundar Erla nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands..

erla

ERLA DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR
Rannsóknarlögreglumaður
erla.dogg@lrh.is