Search
Close this search box.

Um Bjarkarhlíð

Í Bjarkarhlíð er boðið upp á viðtöl og ráðgjöf. Auk ráðgjafa Bjarkarhlíðar eru á staðnum lögregla og lögfræðingur. Öll þjónusta Bjarkarhlíðar er á forsendum þolenda og þeim að kostnaðarlausu.

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Dómsmálaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta,  Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.

Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017

Nafnið

Bjarkarhlíð dregur nafn sitt af húsnæðinu sem Reykjavíkurborg leggur verkefninu til en það hefur verið í eigu borgarinnar síðan árið 1972.

Hugmyndafræði

„Family Justice Center“ hugmyndafræðin byrjaði að þróast í Bandaríkjunum árið 1989 en fyrsta miðstöðin opnaði í San Diego árið 2002. Hugmyndafræðin var vel kynnt í Bandaríkjunum og eru nú miðstöðvar í líkingu við Bjarkarhlíð í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Ísland var áttunda landið í Evrópu til að þróa hugmyndafræðina en í dag eru 19 miðstöðvar í Evrópu, EFJC Europian Family Justice Center.

Tilraunaverkefni með sömu hugmyndafræði er nú starfrækt á Akureyri og nefnist Bjarmahlíð. Einnig eru Sigurhæðir á Selfossi byggð upp með svipuðum hætti þó þjónustan þar miðist eingöngu við konur. Megininntakið í hugmyndafræðinni er að veita þjónustu fyrir fullorðna þolendur ofbeldis á einum stað, þeim að kostnaðarlausu.

 

Opnunartími

Mánudaga - föstudaga frá kl. 8.30 – 16.30. Lokað um helgar