Search
Close this search box.

Fræðsla

fraedsla

Afleiðingar ofbeldis

Eins og þekkt er getur ofbeldi í hvaða mynd sem er haft alvarlegar afleiðingar bæði til skemmri og lengri tíma fyrir þá sem verða fyrir því. Það er vitað að heilsufarslegar afleiðingar þess að sæta ofbeldis geta verið miklar, svo sem líkamlegir verkir, aukin tíðni veikinda, þunglyndi, áfallastreituröskun, svefnerfiðleikar, andlegir sjúkdómar, aukin tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvíga auk áfengis- og vímuefnamisnotkunar.

Félagslegar afleiðingar

Afleiðingarnar geta líka verið félagslegar svo sem eins og einangrun, missir á vinnu eða brottfall úr námi, minnkuð tengsl við vini og vandamenn eða sjálfsmyndarlegar eins og efi um eigið ágæti, eigin getu, vantraust á eigin minni eða á öðru fólki og almennt niðurbrot og skömm.

fraedsla2
born

Börn sem búa við ofbeldi

Sýnt hefur verið fram á að börn sem búa við ofbeldi, eða verða vitni af ofbeldi, geta orðið fyrir jafn skaðlegum áhrifum þó þau verði ekki sjálf fyrir ofbeldinu.

Áhættuhópar

Ennfremur eru hópar í samfélaginu sem eru frekar í áhættu á að verða fyrir ofbeldi eins og aldraðir, fatlaðir og fólk af erlendum uppruna sem þekkir ekki rétt sinn og leiðir til að óska eftir aðstoð í samfélaginu. 

thjonust-5

Upplýsingar

Saman gegn ofbeldi

Ýmsar tölulegar staðreyndir og upplýsingar.

Kvennaathvarfið

Skýrsla um upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna.