Þjónusta

thjonusta-2

Þverfagleg samvinna

Bjarkarhlíð býður upp á einstaklingsráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarkarhlíð er unnið með þolendum ofbeldis í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum.

Öll þjónusta á einum stað

Þolendum ofbeldis gefst kostur á viðtölum og stuðningi frá fagaðilum, jafningjum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu. Samstarfsaðilar koma frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuKvennaathvarfi, Stígamótum, Kvennaráðgjöfinni og Mannréttindaskrifstofu Íslands.

thjonusta3
thjonusta-4

Tenging við aðra

Boðið er upp á einstaklingsviðtöl og ráðgjöf en einnig aðstoðar Bjarkarhlíð þolendur við að ná tengingu við aðra þjónustu sem nauðsynleg gæti verið s.s. velferðarþjónustu sveitafélaga og/eða heilsugæslu.

Aðgengi fyrir alla

Markmið Bjarkarhlíðar er að styðja við alla þolendur ofbeldis af ýmsum toga og sporna við afleiðingum þess á lífsgæði viðkomandi. Í Bjarkarhlíð er aðgengi fyrir hjólastóla og boðið er upp á túlkaþjónustu ef þess gerist þörf.

thjonust-5