Persónuverndarstefna Bjarkarhlíðar
Samþykkt á stjórnarfundi Bjarkarhlíðar 20. janúar 2025
Persónuverndarstefna þessi er sett í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 sem tóku gildi 15. júlí 2018. Meðferð persónuupplýsinga getur varðað friðhelgi einkalífs sem varin er af 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.
Um persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera kleift að persónugreina hann og tengjast honum beint eða óbeint. Ekki er átt við nafnlaus gögn, en það eru upplýsingar sem persónugreinandi gögn hafa verið fjarlægð úr. Upplýsingar sem kunna að vera persónugreinalegar skuldbindur Bjarkarhlíð sig til þess að varðveita á öruggan og tryggan hátt.
Bjarkarhlíð geymir upplýsingar um:
Netföng stjórnarmanna eru vistuð í tölvu teymisstjóra og hefur hún ein aðgang að henni. Bjarkarhlíð sendir netfanga- og nafnaskrána aldrei með tölvupósti né fjölfaldar hana að nokkru leyti. Er listinn notaður í þeim tilgangi að boða til stjórnarfunda.Upplýsingar um þjónustuþega
Einstaklingar sem leita til Bjarkarhlíðar eru jafnan beðnir að gefa upp fornafn og símanúmer við tímabókun. Nafn er notað til að aðgreina fólk frá hvort öðru og eru þessar upplýsingar færðar inn í tímabókunarkerfið Tímatal en ráðgjafar Bjarkarhlíðar hafa aðgang að tímabókunarkerfinu. Símanúmerið er notað til að hringja/senda SMS og afboða ef ráðgjafi forfallast og til að senda SMS áminningu um viðtalið sólarhring áður. Ávallt er hægt að óska eftir að SMS sé ekki sent.
Þjónustuþegar undirrita þagnarheiti þar sem hakað er við hvort það megi senda rafræna þjónustukönnun.
Viðtalsskýrslur, þjónustukannanir og þagnarheiti eru hýst á vefsvæði Jotform, persónuverndarstefna hér, jotform.com/privacy/ sem eru varðar með lykilorði.
Hvernig öryggi gagnanna er tryggt
Upplýsingar um nöfn, símanúmer og tímabókanir eru geymdar í tímabókunarkerfi þriðja aðila, noona – Tímatali sem hefur skuldbundið sig til að starfa í samræmi við lög um persónuvernd. Og ber skylda til að vernda þær upplýsingar sem Bjarkarhlíð lætur í té og er bundinn trúnaði. Persónuverndarstefnu þeirra má finna hér: https://noona.app/hq/terms/privacy-policy
Útgáfa staðfestinga á komu í Bjarkarhlíð
Reglulega óska þjónustuþegar eftir staðfestingu um komu sína í Bjarkarhlíð og fjölda viðtala. Staðfesting er aðeins veitt ef þjónustuþegi sjálfur óskar eftir eða gefur leyfi fyrir því skriflega en þau eru ekki varðveitt eftir afhendingu til þjónustuþega vegna persónuverndarsjónarmiða.
Vefur
Vefsíða Bjarkarhlíðar er hýst af 1984. Vefsíðan notar vafrakökur (e. cookies) og með því að samþykkja er komið leyfi fyrir þeim. Vefsvæðið nýtir sér þessar vafrakökur til að greina umferð um vefinn. Vafrakökur eru litlar textaskrár, nokkurs konar fótspor sem vistast í tölvu eða snjalltækjum gesta. Í flestum vöfrum er hægt að breyta öryggisstillingum svo þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er auðvelt að eyða vafrakökum. Hér eru leiðbeiningar til að eyða vafrakökum á Google Chrome, Mozilla Firefox, Safari, Microsoft Edge og Opera vöfrunum. Þessar upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar. Persónuverndarstefna 1984 er hér: https://1984.hosting/GDPR/
Ef frekari spurningar vakna
Hægt er að senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið bjarkarhlid@bjarkarhlid.is um þínar upplýsingar í okkar gagnagrunni. Til að auðvelda úrvinnslu biðjum við þig um að merkja tölvupóstinn í efnislínu „Mínar upplýsingar hjá Bjarkarhlíð“.
Nánar um persónugreinanlegar upplýsingar
Ef rannsóknarhagsmunir eða öryggi einstaklinga eru undir er persónugreinanlegum upplýsingum deilt til viðeigandi yfirvalda og brotaþola tilkynnt um miðlun upplýsinganna. Hér er m.a. átt við tilvik sem falla undir 126. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða tengjast rannsókn og meðferð sakamáls, sbr. 55. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála og ákvæði 2. og. 3. þáttar laganna. Leitast skal við að afla samþykkis brotaþola ef því verður við komið. Tilkynningarskylda samkvæmt Barnaverndarlögum er ekki háð samþykki brotaþola eða forsjáraðila.
Úrvinnsla og tölfræði
Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar er að finna nöfn stjórnarmanna og frá hvaða samstarfsaðilum þeir koma. Þar er jafnframt að finna nöfn þeirra sem skipa viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals. Að öðru leyti er einungis að finna ópersónugreinanlegar upplýsingar um aðra en teymisstjóra og starfsfólk Bjarkarhlíðar og þá eingöngu í tengslum við verkefni hennar.
Þeir einstaklingar sem nýta sér þjónustu Bjarkarhlíðar eru beðnir að svara ýmsum spurningum sem skráðar eru í komuskýrslu í fyrsta viðtali. Eru það upplýsingar um ofbeldi sem viðkomandi hefur orðið fyrir og líðan vegna þessa. Spurningalistinn er ekki merktur með nafni eða öðrum upplýsingum sem hægt er að rekja til viðkomandi einstaklings og er því um ópersónugreinanleg gögn að ræða. Unnið er úr þessum gögnum á ári hverju og heildarupplýsingar birtar m.a. í ársskýrslu Bjarkarhlíðar. Útfylltir spurningalistar eru geymdir í 5 ár og svo er þeim eytt. Reglulega er gerð þjónustukönnun á starfsemi Bjarkarhlíðar sem byggir á spurningalista þar sem þjónustuþegar eru fengnir til að svara rafrænt eftir að viðtöl hafa átt sér stað. Þessir spurningalistar eru einnig nafnlausir og órekjanlegir og eingöngu notaðir til að meta gæði starfseminnar.
Fagleg vinnsla starfsfólks
Starfsfólk Bjarkarhlíðar leggur sig fram við að allar persónugreinarlegar upplýsingar séu varðveittar með öruggum hætti og að aðeins starfsfólk Bjarkarhlíðar hafi aðgang að þeim. Við tryggjum að allt starfsfólk sem hefur aðgang að persónuupplýsingum sé upplýst um mikilvægi þess að gögnin séu örugg og að fyllsta trúnaðar sé gætt við meðhöndlun og geymslu upplýsinganna. Bjarkarhlíð geymir persónuupplýsingar í kerfum sínum eins lengi og þörf er á og nauðsynlegt er fyrir starfsemina í samræmi við lög og reglur.
Breytingar
Bjarkarhlíð áskilur sér þann rétt að breyta persónuverndarstefnu sinni, en tryggt skal að nýjasta stefnan sé ávallt aðgengileg á vef Bjarkarhlíðar: www.bjarkarhlid.is.
Hafið samband
Ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa persónuverndarstefnu, hafðu samband á netfangið bjarkarhlid@bjarkarhlid.is. Til að auðvelda úrvinnslu biðjum við þig um að merkja tölvupóstinn í efnislínu „Upplýsingar um persónuverndarstefnu Bjarkarhlíðar“.