Search
Close this search box.

Nýr teymisstjóri Bjarkarhlíðar

Jenný Kristín Valberg tók við sem teymisstjóri Bjarkarhlíðar í dag, við viljum þakka Hugrúnu Hrönn Kristjánsdóttur kærlega fyrir góð og mikilvæg störf í þágu Bjarkarhlíðar. Það eru spennandi tímar framundan þar sem markmiðið er að leita stöðugt leiða til að mæta sem best þolendum ofbeldis í okkar samfélagi. Í janúar fóru af stað tveir 10 vikna stuðningshópar hjá okkur og sá þriðji hefst í byrjun mars. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hópana betur eru upplýsingar og skráningarform á heimasíðu Bjarkarhlíðar.