Search
Close this search box.

Bjarkarhlíð 5 ára

Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis – fagnar 5 ára starfsafmæli í dag, 2. mars 2022. Frá opnun Bjarkarhlíðar 2. mars árið 2017 hefur verið stöðug aukning í eftirspurn eftir þjónustu. Fyrsta árið leituðu 316 til Bjarkarhlíðar en á árinu 2021 leituðu alls 1.059 einstaklingar til Bjarkarhlíðar.

Á síðasta ári komu flestir vegna heimilisofbeldis eða um 87%. Þetta hlutfall var 49% árið 2017 en hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin 5 ár. Aldursdreifing í fyrra var svipuð og árin á undan. Konur voru í meirihluta þeirra sem sóttu sér þjónustu (84%) og flestar voru á aldrinum 18-40 ára.

Flestir þjónustuþegar Bjarkarhlíðar búa í Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu (84%) og skilgreina sig íslenska að uppruna (91%). Lítil breyting er á þessum breytum milli ára.