Um Bjarkarhlíð

Í Bjarkarhlíð er boðið upp á viðtöl og ráðgjöf. Auk ráðgjafa Bjarkarhlíðar eru á staðnum lögregla og lögfræðingur. Öll þjónusta Bjarkarhlíðar er á forsendum þolenda og þeim að kostnaðarlausu.

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Dómsmálaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta og Kvennaráðgjafarinnar.

Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017

Nafnið

Bjarkarhlíð dregur nafn sitt af húsnæðinu sem Reykjavíkurborg leggur verkefninu til en það hefur verið í eigu borgarinnar síðan árið 1972.

Hugmyndafræði

„Family Justice Center“ hugmyndafræðin byrjaði að þróast í Bandaríkjunum árið 1989 en fyrsta miðstöðin opnaði í San Diego árið 2002. Hugmyndafræðin var vel kynnt í Bandaríkjunum og eru nú miðstöðvar í líkingu við Bjarkarhlíð í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Ísland var áttunda landið í Evrópu til að þróa hugmyndafræðina en í dag eru 19 miðstöðvar í Evrópu, EFJC Europian Family Justice Center.

Tilraunaverkefni með sömu hugmyndafræði er nú starfrækt á Akureyri og nefnist Bjarmahlíð. Einnig eru Sigurhæðir á Selfossi byggð upp með svipuðum hætti þó þjónustan þar miðist eingöngu við konur. Megininntakið í hugmyndafræðinni er að veita þjónustu fyrir fullorðna þolendur ofbeldis á einum stað, þeim að kostnaðarlausu.

 

Opnunartími

Mánudaga - föstudaga frá kl. 8.30 – 16.30. Lokað um helgar