Styrkja Bjarkarhlíð

Styrkja

Hvernig styrki ég Bjarkarhlíð?

Með því að styrkja Bjarkarhlíð styður þú fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Í Bjarkarhlíð getur fólk af öllum kynjum, allsstaðar af landinu, 18 ára og eldra fengið stuðning og ráðgjöf í kjölfar áfalla eftir ofbeldi.

Til okkar leita árlega um 1000 einstaklingar. Öll þjónusta ráðgjafa og samstarfsaðila í Bjarkarhlíð er þolendum að kostnaðarlausu.

Boðið er upp á einstaklingsviðtöl og hópastarf.

Bjarkarhlíð veitir fræðslu og heldur kynningar um kynbundið ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum fyrir aðstandendur, önnur félagasamtök, í skólum og í fyrirtækjum. Bjarkarhlíð skrifar einnig umsagnir, m.a. um lagafrumvörp, veitir ráðgjöf um ofbeldi og ofbeldisvarnir fyrir þau sem óska eftir því og tekur virkan þátt í fjölmiðlaumræðu um málefnið.

Með því að leggja okkur lið gerir þú okkur kleift að styðja enn betur við þolendur ofbeldis.

Bjarkarhlíð er á almannaheillaskrá og geta styrktaraðilar því fengið skattafrádrátt. Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári og hjóna og sambúðarfólks alls 700 þúsund krónur og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Frádráttur er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum.

Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.

Á vefsíðu Skattsins  er hægt að lesa sér til um þetta https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/skattskylda/almannaheillaskra-skattfradrattur/ 

KT: 680817-0300
RNR: 0133-15-007802

 

Styrkja Kisa