Starfsfólk

Í Bjarkarhlíð er veitt ráðgjöf og stuðningur. Meðal þeirra sem koma að þjónustu við þolendur eru:

Jenný er teymisstýra Bjarkarhlíðar og sér um daglegan rekstur samtakana.  Hún er með viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ, M.A. í kynjafræði með áherslu á ofbeldi í nánum samböndum frá HÍ og B.A. í mannfræði frá HÍ. Og hefur hún sæti í stjórn samtakanna (EFJCA supervisory board)

Jenný hefur umfangsmikla reynslu af því að starfa með þolendum ofbeldis. Starfaði hún um árabil sem ráðgjafi hjá Samtökum um Kvennaathvarf. Jenný hefur stundað rannsóknir og komið að kennslu í Háskóla Íslands ásamt því að taka þátt í að móta nýjar áherslur í stjórnsýslunni til að koma betur og markvissara til móts við þarfir þolanda ofbeldis.

Fyrir hönd félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins leiðir Jenný tilraunaverkefni um samþættingu og samhæfingu á þjónustu fyrir þolendur mannsals og hefur sótt fjölda námskeiða í tengslum við það verkefni. Hefur hún sótt þjálfun OSCE/ODIER í Varsjá sem bar heitið Addressing human trafficking risks in light of military attack on Ukraine: Training for civil society and frontline responders. Auk þess lauk hún vikunámskeiði sem bar yfirskriftina “Tackling Human Trafficking and Modern Slavery: Delivering Change” í ST. Mary´s Háskóla í London. Ásamt því að fá tækifæri til að taka þátt í hermiþjálfun á vegum OSHE, í Brühl í Þýskalandi. Þjálfunin fól í sér að iðkendur sem allir starfa við að berjast gegn mansali á Eystrasaltssvæðinu tóku þátt í viku langri þjálfun þar sem unnið var með mál í sviðsetningum á atburðum með leikurum og aðgerðastjórum.

Jenný hefur fjölþætta reynslu á að styðja við þolendur ofbeldis í þverfaglegu samstarfi við aðrar stofnanir og kerfi og leggur áherslu á að mæta brotaþolum ofbeldis á þeirra forsendum og þar með senda skilaboð um að ofbeldi er ekki liðið í samfélaginu.

jenny

JENNÝ KRISTÍN VALBERG
Teymisstýra
jenny@bjarkarhlid.is

 

Hafdís er ráðgjafi í Bjarkarhlíð. Hún er með BA gráðu auk starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og þess að hafa lokið viðbótardiplomu í opinberri stjórnsýslu, Barnavernd og Farsæld barna.

Hafdís hefur mikla reynslu að vinnu með einstaklingum og fjölskyldum á vettvangi velferðarmála eins og félagsþjónustu, Barnavernd og einnig í Kvennathvarfinu. Hefur unnið með þolendum ofbeldis og veitt þeim stuðning meðal annars vegna samskipta við aðrar stofnanir og kerfi. Hafdís hefur að leiðarljósi áfallamiðaða nálgun og leggur áhersla á að mæta brotaþolum ofbeldis á þeirra forsendum og þar með senda skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið í samfélaginu.

HAFDÍS G. GÍSLADÓTTIR
Ráðgjafi
hafdis@bjarkarhlid.is

Ragnar er ráðgjafi í Bjarkarhlíð. Hann er með BA- og MA-gráðu í félagsráðgjöf og starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Ragnar hefur mikla reynslu í vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd og hefur veitt þeim stuðning með viðtölum vegna erfiðs lífsferils oft tengt við ofbeldi. Ragnar hefur góða reynslu af vinnu í félagslegri ráðgjöf og virkni innan velferðarsviðsins. Auk vinnu sem félagráðgjafi hefur Ragnar unnið sem ráðgjafi hjá Samtökunum 78 og veitt einstaklingum stuðning til að bæta brotna sjálfsmynd og að styrkja kynvitund þeirra með valdeflingu að leiðarljósi.

Ragnar hefur mikla reynslu í vinnu með börnum og unglingum, hann er lærður fiðluleikari og hefur starfað í tónlistarskólum sem aðstoðarskólastjóri, fiðlukennari og sérkennari til margra ára. Ragnar hefur ávallt að leiðarljósi að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur í lífinu með áfallamiðaðri nálgun og samkennd. Ragnar nálgast einstaklinginn með því að gera hann meðvitaðan um eigin styrk og aðstoðar hann við að upplifa ofbeldið ekki sem persónulega vankanta heldur að reyna að sjá ofbeldið út frá víðara samhengi. Ragnar lítur svo á að ofbeldi er margslungið fyrirbæri sem hvergi skal líðast.

Lausn vandans getur kallað fram samvinnu margra aðila en fyrst og fremst liggur lausnin með marksvissri vinnu, vilja og þekkingu.

Picture 7

SKÚLI RAGNAR SKÚLASON
Ráðgjafi
ragnar@bjarkarhlid.is

Erla Dögg hefur langa reynslu sem lögreglumaður og hefur undanfarin 10 ár starfað við rannsóknir og stjórnun lögreglurannsókna. Hún lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2008 en áður hafði hún lokið búfræðinámi frá LBHÍ og starfað sem bóndi í áratug.

Erla Dögg starfaði við rannsóknir kynferðisbrota um langt skeið og hefur því góða reynslu og innsæi á nálgun lögreglu á því sviði. Erla Dögg starfaði síðan í mansals- og vændisteymi lögreglu og stýrði þeirri einingu árin 2018-2019. Samhliða því var hún aðaltengiliður Íslands við Europol í mansalsmálum. Auk starfa sinna í Bjarkarhlíð stundar Erla nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands..

erla

ERLA DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR
Rannsóknarlögreglumaður
erla.dogg@lrh.is