Samstarfsaðilar
Þetta eru þeir samstarfsaðilar sem komu að stofnun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis*:
Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, Dómsmálaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.
* Drekaslóð var upphaflega stofnaðili Bjarkarhlíðar en dró sig út úr samstarfinu 1. október 2022 þegar Drekaslóð var lokað.