Sjálfspróf – Ertu í ofbeldissambandi?

Hér að neðan eru spurningar sem gætu aðstoðað þig við að meta hvort þú sért í ofbeldissambandi.

Ef þú svarar einni eða fleiri spurningum játandi gæti það bent til þess að þú sért í ofbeldissambandi.

Svörin eru aðeins unnin í þínum vafra og hreinsast við útreikning eða sjálfkrafa eftir 5 mínútur.

  • Hefur maki þinn reynt að halda þér frá vinum eða fjölskyldu án nokkurrar sýnilegrar ástæðu?
  • Hefur maki þinn hindrað þig í námi eða vinnu?
  • Fylgist maki þinn vel með hverri hreyfingu þinni?
  • Ásakar maki þinn þig að ósekju um daður eða framhjáhald?
  • Gerir maki þinn lítið úr þér, særir eða auðmýkir þig?
  • Óttast þú einhvern tíma maka þinn?
  • Hefur þú einhvern tíma breytt hegðun þinni svo maki þinn myndi ekki bregðast ókvæða við?
  • Hefur maki þinn einhvern tíma eyðilagt muni sem voru þér kærir?
  • Hefur maki þinn nokkurn tíma hótað þér eða börnum þínum?
  • Hefur maki þinn einhvern tíma haldið frá þér fjármagni á þann hátt að þú hafir átt erfitt að kaupa nauðsynjar eða neytt þig til að taka lán?
  • Hefur maki þinn einhvern tíma þvingað þig til að gera eitthvað sem þú kærðir þig ekki um?
  • Hefur maki þinn einhvern tíma neytt þig til að taka ekki lyf eða sækja læknis?
  • Hefur maki þinn hótað að þú getir misst landvistarleyfi þitt?
  • Hefur maki þinn hótað að taka börnin eða neita þér um að sjá þau?
  • Hefur maki þinn þvingað þig til kynferðisathafna sem þú kærðir þig ekki um?
  • Hefur maki þinn reynt að hindra þig í því að fara út úr eigin heimili?
  • Reynir maki þinn að afsaka hegðun sína með neyslu, geðsögu eða fjölskyldusögu?
  • Reynir maki þinn einhvern tíma að neyða þig til inntöku lyfja eða áfengis?
Þú ert með stig.
Ef þú svarar einni eða fleiri spurningum játandi gæti það bent til þess að þú sért í ofbeldissambandi.