Mansal
Samningur við Ráðuneytin
Ráðuneytin hafa gert tímabundinn samning við Bjarkarhlíð og í kjölfarið var viðbraðgsteymi vegna mansalsmála sett á fót. En hlutverk viðbragðsteymis er að veita þolendum mansals stuðning og ráðgjöf annars vegar og að samhæfa aðgerðir viðeigandi þjónustuveitenda hins vegar. Þegar mansalsmál koma upp kallar Bjarkarhlíð saman þá aðila sem þurfa að koma að málum hverju sinni, til dæmis lögregla, félagsþjónusta, Vinnumálastofnun eða Útlendingastofnun. Mikil áhersla er lögð á góða samvinnu þeirra sem að málum koma svo hægt sé að tryggja að þolandi fái þá þjónustu sem hann/hún á rétt á og þarf.
Fyrsta skref er að tilkynna til 112
Viljirðu tilkynna grun um mansal er best að hafa samband við 112 annað hvort símleiðis eða í gegnum netspjall 112.is. Hægt er að óska nafnleyndar ef svo ber undir en 112 sér um að koma málum í nauðsynlegan farveg. Síðan taka samhæfingaraðilar við.
Viðbragðsteymi
Í viðbragðsteyminu sitja Jenný Kristín Valberg, teymisstýra Bjarkarhlíðar, netfang: jenny@bjarkarhlid.is og Þóra Björk Ágústsdóttir, samhæfingaraðili í mansalsmálum í Bjarkarhlíð, netfang: thora@bjarkarhlid.is Viðbragðsteymi starfar einnig í stýrihóp á vegum dómsmála- og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem vinnur að aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn mansali.