ACE – Áhrif sálrænna áfalla í æsku
Áhrif sálrænna áfalla í æsku á heilsufar hafa verið rannsökuð með Adverce Childhood Experiences-spurningalistanum sem byggir á 10 spurningum um erfiða reynslu fyrir 18 ára aldur. Eitt já gefur eitt ACE-stig. Fjögur ACE-stig eða fleiri gefa vísbendingu um áhættu á heilsufarsvandamálum á fullorðinsárum.
Svörin eru aðeins unnin í þínum vafra og hreinsast við útreikning eða sjálfkrafa eftir 5 mínútur.
Allar spurningarnar miðast við staðhæfinguna:
Þegar þú varst að alast upp, á fyrstu 18 æviárum þínum.
-
Bjó einhver á heimili þínu sem glímdi við þunglyndi eða önnur geðræn vandamál?
-
Bjó einhver á heimili með áfengis- eða vímuefnavanda?
-
Bjó einhver á heimili þínu sem fór í gæsluvarðhald eða fangelsi?
-
Slitu foreldrar samvistum eða skildu?
-
Sástu eða heyrðir þú heimilismeðlim verða fyrir líkamlegu ofbeldi?
-
Varstu lamin eða sleginn af heimilismeðlim?
-
Varstu móðgaður, niðurlægður eða öskrað á þig reglulega?
-
Varstu vanræktur varðandi mat, fatnað eða húsnæði?
-
Fannst þér enginn í fjölskyldunni elska eða styðja þig?
-
Upplifðir þú óvelkomna kynferðislega snertingu eða tilraun til slíks?
Þú ert með ACE stig.
Fjögur ACE-stig eða fleiri gefa vísbendingu um áhættu á heilsufarsvandamálum á fullorðinsárum.