Nýtt heimilisfang

Starfsemi Bjarkarhlíðar hefur verið flutt tímabundið í Norðlingaholt, að Þingvaði 3, 110 Reykjavík. Gert er ráð fyrir að Bjarkarhlíð verði í Þingvaði í um það bil þrjá mánuði, eða fram í apríl, en þá standa vonir til að starfsemi Bjarkarhlíðar fari aftur á sinn gamla góða stað við Bústaðaveginn. Ástæða tíðra flutninga undanfarið ár eru umfangsmiklar viðgerðir á Bjarkarhlíðarhúsinu. 

Bjarkarhlíð þakkar þjónustuþegum kærlega fyrir skilninginn á þessum nauðsynlegu breytingum undanfarna mánuði. Sjáumst í Þingvaði 3!