Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, þýddi bókina The Body Keeps the Score eftir Bessel Van der Kolk geðlækni. Á íslensku fékk bókin titilinn Líkaminn geymir allt, sem þýðandinn segir að sé afar góð lýsing á innihaldi bókarinnar.
Elísabet Jökulsdóttir ræddi við Hugrúnu Hrönn Kristjánsdóttur í þættinum Þungur er þegjandi róður á Rás 1 á jóladag. Þátturinn er aðgengilegur á vefsíður RÚV.